A-listi Samstöðu fékk 360 atkvæði og 5 menn kjörna, en T-listi Sveitunga fékk 166 atkvæði og tvo menn kjörna í sveitarstjórn Þingeyjarsveitar en talningu lauk nú um kl 20:30.
Auðir seðlar voru 18 og ógildir 5.
Kjörsókn var 75,5% en atkvæði greiddu 549 manns alls.