Á kajökum niður Aldeyjarfoss – Myndband

0
1256

Tveir ofurhugar frá Ameríku fóru niður Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti á kajökum í gær. Að sögn Benedikts Hálfdánarsonar úr Reykjavík sem var fyrir tilviljun staddur við Aldeyjarfoss á sama tíma, voru mennirnir frá Red Bull og Adidas og var fólk frá GoPro myndavélaframleiðandanum að taka þetta upp og notuðu þeir fjölda dróna og myndavélar til þess.

Á leið niður fossinn. Mynd: Benedikt Hálfdánarson

Algengt er að farið sé á kajak niður Goðafoss í Skjálfandafljóti og þykir það ekki vera neitt tiltökumál. Allt annað gildir um Aldeyjarfoss. Þar fellur allt vatnið í Skjálfandafljóti niður í einni mjórri bunu, ofan í risvaxinn og straumþungan hyl.

Um 25 ár eru síðan fyrst var farið á kajak niður Aldeyjarfoss svo vitað sé til og munaði litlu að illa færi þá.

Eins og sést á myndböndunum sem Benedikt og Höskuldur Ólafsson tóku og eru aðgengileg hér neðst í fréttinni, sluppu kajakræðararnir heilir frá Aldeyjarfossi.