926 metrar eftir af Vaðlaheiðargöngum – Gröftur hafinn aftur Fnjóskadalsmengin

0
287

Gröftur hófst aftur Fnjóskadalsmengin í Vaðlaheiðargöngum þann 19. október sl. Styrkingum á pípuþaki lauk í síðustu viku og flygaðar voru tvær stuttar færur og berg á stafni brotið og leirfyllt í kjölfarið. Framvinda í síðustu viku Fnjóskadalsmegin voru að vísu ekki nema 2,5 metrar, en á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga segir að til að byrja með verði borað í stafn og brothamar (fleygur) til að fara nokkra metra inn fyrir áður en óhætt verður að nota sprengiefni. Að sögn Valgeirs Bergmanns framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga er ætlunin að fara 15 metra inn fyrir pípuþakið áður en farið verður að sprengja af fullum krafti Fnjóskadalsmegin.

vadlaheidargong-snid-okt-2016

Vaðlaheiðargöng lengdust um 64,5 metra Eyjafjarðarmegin í vikunni og er heildarlengd ganganna þeim megin orðin 4.803 m. Lengd ganga Fnjóskadalsmegnin er 1.477m. Samanlögð lengd ganga er nú 6.280 metrar sem er 87,1% af heildarlengd.

vadlaheidargong-okt-2016-1
Stafn Fnjóskadalsmegin

Eftir er að grafa 926 m til að klára gangagröftinn og þarf vikuframvinda að vera 93 m á viku ef slá á í gegn fyrir áramót. Að sögn Valgeirs Bergmanns er mjög ólíklegt að það náist að slá í gegn fyrir áramót, en hann vonaðist til þess að það takist í janúar 2017 og nefndi Valgeir 19. janúar í því sambandi.

Malbikun á Grenivíkurbegi er lokið og umferð er kominn á veginn. Vegfarendum eru beðnir að aka varlega og fylgja vinnumerkingum. Næstu daga verður áfram unnið við frágang á vegi.

 

Meðfylgjandi myndir eru fengnar af Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga

 

vadlahei-greinvikurvegur-2016
Grenivíkurvegur