Jólahátíðin Jól í Hofi

0
104

Jólahátíðin Jól í Hofi verður haldinn laugardaginn 7. desember. Hof mun breytast í sannkallað jólatorg með öllu tilheyrandi. Hönnunarverslunin Kista mun halda jóla- og gjafavörumarkað sem og mjög metnaðarfullan jólaplötumarkað og 1862 Nordic Bistro mun bjóða upp á heitt súkkulaði, smákökur og jólaplatta með allskyns góðgæti. Eins mun Gróðrastöðin Sólskógar verða með jólatrés- og greinasölu í útiporti við Hof milli 13 og 16. Stúlknakór Akureyrarkirkju mun flytja hugljúf jólalög og Grýla mun koma í heimsókn til að hrella börnin á dagskrárliðnum Augnablik á Aðventunni.

Jolahof_rafposterJólahátíðinni lýkur svo jólatónleikunum Gleði og Friðarjól , en það eru tvennir stórtónleikar Pálma Gunnarssonar, Ragnheiðar Gröndal og Kammerkórsins Hymnodiu. Miðasala á þá tónleika fer fram á miðasöluvef Hofs, www.menningarhus.is.

Jólahátíðin Jól í Hofi er samstarfsverkefni fjölmargra aðila sem koma að starfsemi Hofs með einum eða öðrum hætti og tilgangurinn er að vekja upp hinn sanna jólaanda meðal Akureyringa og gesta bæjarins. Eða eins og Baldvin Esra, skipuleggjandi Gleði og Friðarjóla segir: Það þarf að koma öllum hérna í jólafíling í!

Dagskrá hefst kl. 12:30 og stendur fram á kvöld, nánari tímasetningar má finna hér:

12:30 – Augnablik á Aðventunni

13:00 – Gróðrarstöðin Sólskógar með jólatréssölu til 16

15:00 – Stúlknakór Akureyrarkirkju

17:00 – Gleði og Friðarjól

Jólatónleikar Pálma Gunnarssonar og gesta

Miðasala á www.menningarhus.is og í miðasölu Hofs

21:00 – Gleði og Friðarjól

Jólatónleikar Pálma Gunnarssonar og gesta

Miðasala á www.menningarhus.is og í miðasölu Hofs.