75 % kjörsókn í Þingeyjarsveit og Skútustaðahrepp

0
228

Kjörsókn í Alþingiskosningunum í gær var 75,3% í Þingeyjarsveit. Á kjörskrá voru 678 og 511 greiddu atkvæði. Kjörsókn í Skútustaðahrepp var 74,9%. Á kjörskrá voru 311 og 233 greiddu atkvæði. Gera má ráð fyrir að fleiri íbúar hafi greitt atkvæði, þar sem ekki skiluðu sér öll utankjörfundaratkvæði til kjörstjórna heldur fóru beint til yfirkjörstjórnar á Akureyri.

Eftirtaldir þingmenn voru kjörnir fyrir Norðausturkjördæmi í gær

Kristján Þór Júlíusson (D)
Steingrímur J. Sigfússon (V)
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (M)
Þórunn Egilsdóttir (B)
Logi Einarsson (S)
Njáll Trausti Friðbertsson (D)
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (V)
Anna Kolbrún Árnadóttir (M)
Líneik Anna Sævarsdóttir (B)
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir (S)