700 manns á jólahlaðborði Pallsins

0
266

Síðasta af fjórum jólahlaðborðum Pallsins var haldið í Ýdölum í gærkvöldi. 300 manns gæddu sér á úrvals veitingum úr héraði, framreitt að hætti meistararkokksins Völundar Snæs Völundarsonar og konu hans Þóru Sigurðardóttur. Líklega hafa aldrei áður komið svona margir saman á jólahlaðborð í Þingeyjarsýslu áður. Alls nutu rúmlega 700 manns glæsilegra veitinga  þeirra Völla og Þóru í Ýdölum síðustu tvær helgarnar.

Þóra Sigurðardóttir og Völundur Snær Völundarson í Ýdölum í gærkvöld.
Mynd: Þorgeir Baldursson

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allar veitingar á jólahlaðborðinu komu úr héraði. Kjötið kom frá Norðlenska. Fiskurinn var frá GPG á Húsavík og allt grænmetið var úr Hveravöllum.

Boðið var upp á mikla og góða skemmtidagskrá. Veislustjórn var í höndum Láru Jóhannsdóttir og Hjalta Jónsson og  söngsveitin Sálubót hitaði upp áður en hlaðborðið hófst. Hljómsveit Borgars Þórarinssonar héldu jólatónleika fram eftir  kvöldi. Kvöldinu lauk síðan á hressum tónum frá skífuþeytunum Twister og Styx.

Að sögn Þóru Sigurðardóttur voru þau Völundur afar ánægð með viðtökur Þingeyinga á jólahlaðborði Pallins og þakka þau Þingeyingum kærlega fyrir sig.