65 m í fyrstu vinnuviku ársins 2014

0
60

Árið 2014 byrjar vel hjá verktökum við Vaðlaheiðargöng alls voru afköst fyrstu vinnuviku á nýju ári 65m þrátt fyrir að vera í útskoti nær alla vikuna. Heildarlengd ganganna er þá 1436 metrar eða um 20% af heildarlengd. Frá þessu er sagt á vef Vaðlaheiðarganga.

vaðlaheiðargöng jan 2014

Þá hefur ásýnd efnislosunarsvæðis breyst þar sem stóri haugurinn sem var næst hringveginum er farinn að mestu í fyllingu fyrir Siglingarklúbbinn Nökkva. Eftir stendur haugur með góðu efni sem að hluta til er búið að brjóta og stendur til að nota í fyllingu í veg inní göngum. Sjá má skemmtilegt myndband af sprengingu hér fyrir neðan

 

Á myndbandi sést vel hvernig rakaþétting verður vegna breytingar á loftþrýstingi sem verður af völdum sprengingar við gerð Vaðlaheiðarganga. Sprengingin sjálf er um 1.000 metra innar í göngum. Myndbandið er tekið 400 metrar frá gangaopi og því hefur mismunur á hitastigi inn í göngum og úti einnig haft áhrif á myndun vatnsgufu sem sést á mynd og hverfur jafnóðum. Þetta er skemmtilegt fyrir augað !