513 metrar eftir af Vaðlaheiðargöngum

Gegnumbrot áætlað í apríl

0
448

Framvinda á gangagreftri í Vaðlaheiðargöngum var alls 19 metrar í síðustu viku og er heildarlengd ganganna því orðin 6.692,5 metrar eða 92,9%. Eftir er að grafa 513,2 metra og miðað við meðal framvindu 40 m á viku, eru um 13 vikur eftir af gangagreftri. Gegnumslag gæti því orðið í apríl. Frá þessu segir á facebooksíðu Vaðlaheiðarganga.

Búið er að grafa alls 5.036 metra Eyjafjarðarmegin en áframhaldandi óhagstæð jarðfræði, þykkt setlag í stafni og þekju, varð þess valdandi að ekki náðist að grafa nema 5,5 metrar þeim megin. Grafið er með stuttum færum 1-1,5m og styrkt jafnóðum.

Fram kemur á Facebooksíðu Vaðlaheiðarganga að jarðfræðiaðstæður Fnjóskadalsmegin séu þokkalegar en framvinda vikunar var þó ekki nema 13,5 metrar þeim megin. Búið er að grafa alls 1.656,5 metra Fnjóskadalsmegin.

Verði meðalframvinda á gangagreftrinum svipuð og frá því að verktaki lendi í setbergi í lok nóvember 2016 (30 m á viku) má reikna með gegnumslagi eftir 17 vikur eða í maí. Vonast er til þess að setlögin fari að hverfa þannig að gangagröfturinn gangi hraðar.

Vinnuslys varð þegar grjót hrundi úr stafni og rifbeinsbrotnaði starfsmaður. Að sögn Valgeirs Bergmanns framkvæmdastjóra Vaðlaheiðarganga mun hann vera frá vinnu í einhverja mánuði en Valgeir reiknaði með því að starfsmaðurinn muni á sér að fullu.

Facebooksíða Vaðlaheiðarganga.