45.000 undirskriftir á einni viku

0
134

Félagið Hjartað í Vatnsmýri hefur nú safnað 45.000 undirskriftum á vefnum lending.is til stuðnings óskertri flugstarfsemi í Vatnsmýri til framtíðar. Engin undirskriftasöfnun hefur náð jafn miklu flugi á svo skömmum tíma. Nákæmlega vika er liðin frá því að söfnunin hófst og verður henni haldið áfram næstu fjórar vikur bæði á vefnum og með undirskriftalistum.

hjartadivatnsmyri

Stjórn félagsins vill árétta að krafa þeirra 45.000 sem skrifað hafa undir er afar skýr, þ.e.a.s. að “flugstarfemi verði verði óskert í Vatnsmýri til framtíðar”. Áratugir óvissu um framtíð vallarins hafa valdið starfsemi á flugvellinum miklum vanda og staðið í vegi fyrir eðlilegum fjárfestingum og uppbyggingu atvinnustarfsemi. Þeirri óvissu má nú eyða með því að festa staðsetningu vallarins í sessi, landsmönnum til farsældar.  Frestun á þeirri ákvörðun verður öllum til tjóns, segir í tilkynningu.

Þess má geta að nú í hádeginu í dag voru tæplega 49.000 manns búnir að skrifa undir á lending.is