-29 stiga frost í Svartárkoti – 27 stiga frost við Ljósavatn

-32 frost á bílmæli við Ljósavatn í gærkvöld

0
413

Það var sérlega kalt norðaustanlands í gær, þar sem mest fréttist af -29,0 stigum í Svartárkoti í Bárðardal. Þetta er mesta frost sem mælst hefur á landinu frá því 6. desember 2013, en þá fór frostið við Mývatn í -31,0 stig. Frostið í Svartárkoti í dag (gær) er það mesta sem vitað er um á landinu 29. desember og er því svokallað landsdægurlágmark. Frá þessu segir á veðurbloggi Trausta Jónssonar verðurfræðings í nótt.

Við þetta má svo bæta að eftir því sem leið á gærkvöldið fóru að berast fréttir af því í gegnum samfélagsmiðla að gríðarlegt frost væri á stuttum kafla á þjóðvegi 1. við Ljósavatn í Ljósavatnsskarði. Ökumenn sem áttu þar leið hjá birtu færslur á facebook um að útihitamælar í bílum þeirra sýndu allt að 30 stiga frost.

Hermann Gunnar Jónsson frá Grenivík birti meðfylgjandi mynd í gærkvöld, en þá var frostið -27 gráður.

Tveir aðrir ökumenn sem áttu leið um Ljósavatnsskarðið nálægt miðnætti, tilkynntu um -29 og -30 stiga frost á facebook. En þar sem engar myndir fylgdu því til sönnunar getur 641.is ekki tekið mark á því, en eins og allir vita, að ef engin er myndin þá gerðist þetta ekki.

-27 gráður

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Uppfært kl 20:30

Áskell Gíslason og Guðmundur Karl frá Mýri í Bárðardal sendu 641.is mynd sem sýnir -32 stiga frost við Ljósavatn kl 20:58 í gærkvöld

Hitastig við Ljósavatn í gærkvöldi