25 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum sl. laugardag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Sex brautskráðust af náttúrufræðibraut, níu af félagsfræðibraut, þrír af íþróttabraut og náttúrufræðibraut og sjö af íþróttabraut og félagsfræðibraut.

Hæstu einkunn hlaut Fanney Guðjónsdótir 9,15 hæstu einkunn drengja hlaut Björgvin Logi Sveinsson 8,11.
Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson stýrði athöfninni og fulltrúar eldri stúdenta og útskriftarhópa fluttu ræður, venju samkvæmt. Gestum var svo boðið var upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn í íþróttahúsinu.