Yfirlýsing frá samtökum ungra bænda

0
62

Samtök ungra bænda fagna yfirlýsingu formanns Landssambands kúabænda um að hlustað verði á niðurstöður könnunar þar sem spurt var um innblöndun erfðaefnis í íslenska kúastofninn. Niðurstöður sýna glögglega að vilji kúabænda á Íslandi er sá að halda skuli áfram ræktun hins fornfræga íslenska kúakyns.

LK

 

Miðað við niðurstöður annarra kannanna eru neytendur einnig sammála þessum niðurstöðum.

Samtök ungra bænda hvetja LK til þess að nýta þetta tækifæri, vinna áfram eftir sinni stefnumörkun og horfa á þetta sem einstakt sóknarfæri í nautgriparækt.

Stjórn SUB