Vortónleikar í Stórutjarnaskóla

0
310

Vortónleikar tónlistardeildar Stórutjarnaskóla fóru fram miðvikudagskvöldið 8. maí.  Alls stunda 26 nemendur tónlistarnám í vetur.  Tveir kórar eru starfandi, yngri kór skipaður nemendum frá leikskóla upp í 4. bekk, og eldri kór 5. – 9. bekkjar, segja má að nánast allir nemendur skólans hafi stigið á svið á tónleikunum.  Mikill fjöldi gesta kom til að sjá og hlusta á ungt og efnilegt tónlistarfólk, bjóða okkur uppá þennan menningarauka. Það er sem fyrr hjónin Marika Alavere og Jaan Alavere sem sjá um kennsluna. Marika kennir á blokkflautu, píanó og fiðlu. Jaan kennir á píanó, gítar, bassa, fiðlu og harmónikku. Fjölbreytni var mikil í lagavali, lag frá 18. öld, flest þó nýrri, klassísk, þekkt barnalög, íslensk og erlend, lög úr bíómyndum og lag úr Húsið á sléttunni. Lagið með stysta nafninu var Polki en lagið með lengsta nafninu, og Marika var ekki í vandræðum með að bera fram var, Supercalifragilisticexpialidocius. Það er gaman að sjá hvað Marika og Jaan eru búin að leggja mikið á sig við útsettningar og æfingar á samspili, því það er ekki bara einn og einn nemandi sem kemur fram í einu, heldur eru dúettar, tríó og ýmiskonar hljómsveitir sem leika. Nemendur stóðu sig allir frábærlega vel, þau voru greinilega búin að æfa sig mikið, voru prúð og glaðleg. Lokaatriði tónleikanna var lagið ,,Ég skal mála allan heiminn,, kórarnir sungu og átta manna hljómsveit lék undir og voru þá 36 börn á sviðinu í einu, sem er ansi mikið í ekki stærri skóla.

sameinaður kór 1.- 9. bekkjar syngja lokalag tónleikanna.
sameinaður kór 1.- 9. bekkjar syngja lokalag tónleikanna.

 

 

 

 

 

 

 

f.v. Pétur Ívar Kristinsson, Bjargey Ingólfsdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson og Jaan.
f.v. Pétur Ívar Kristinsson, Bjargey Ingólfsdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson og Jaan.

 

 

 

f.v. Tryggvi Snær Hlinason, Pétur Ívar, og Ingi Þór Halldórsson.

f.v. Tryggvi Snær Hlinason, Pétur Ívar, og Ingi Þór Halldórsson.

 

Hannes Haukur Sigurðsson og Jaan.
Hannes Haukur Sigurðsson og Jaan.

 

 

 

 

 

 

 

f.v. Ingi Þór, Tryggvi Snær, Sigtryggur Andri Vagnsson í felum, Guðný Jónsdóttir ,Bjargey, Guðrún Borghildur E. Ásgeirsdóttir, Heiðrún Harpa Helgadóttir og Snorri Már Vagnsson.
f.v. Ingi Þór, Sandra Sif Agnarsdóttir, Sigtryggur Andri Vagnsson (við píanóið en sést ekki), Guðný Jónsdóttir, Bjargey, Guðrún Borghildur E. Ásgeirsdóttir, Heiðrún Harpa Helgadóttir og Snorri Már Vagnsson.