Vortónleikar í Stórutjarnaskóla – tónlistarnemendur frá Þórshöfn í heimsókn

0
104

Nk. fimmtudagskvöld, þann 30. apríl, verða vortónleikar tónlistarnemenda í Stórutjarnaskóla haldnir á sal skólans.  Foreldrafélagið verður með kaffisölu að tónleiknum loknum til ágóða fyrir ferðasjóð, en 9. og 10. bekkur fara til Færeyja nú í vor.  Kaffið kostar kr 1.000- fyrir fullorðna en frítt er fyrir börn á grunnskólaaldri og yngri.

stórutjarnaskóli

 

Að vanda verður dagskrá tónleikanna fjölbreytt og skemmtileg en að þessu sinni fá nemendur Stórutjarnaskóla liðsauka frá tónlistarskólanum á Þórshöfn.

 

 

Nokkrir krakkar frá Þórshöfn ætla að koma umræddan fimmtudag í heimsókn í Stórutjarnaskóla og taka þátt í nemendatónleikunum og gista svo í skólanum að þeim loknum.

Tónleikarnir hefjast kl 19:30 (ath. breyttan tíma).