Vortónleikar á Breiðumýri

0
176

Vortónleikar tónlistardeildar Litlulaugaskóla fóru fram á Breiðumýri sl. laugardag. Yfir 30 tónlistaratriði voru á dagskrá þar sem nemendur sýndu listir sínar á hljóðfæri sem þau hafa lært á í vetur, undir öruggri handleiðslu Péturs Ingólfssonar og Jaan Alavere tónlistarkennara. Ýmist spiluðu börnin ein, eða með stuðningi frá Pétri eða Jaan og svo voru nokkur tónlistaratriði þar sem nokkrir nemendur spiluðu saman. Þar sem þetta voru lokatónleikar tónlistardeildar Litlulaugaskóla voru tónleikarnir veglegri en áður og áhorfendur skemmtu sér vel. Að tónleikum loknum var Pétri og Jaan þakkar kærlega fyrir vel unnin störf í gegnum árin. Meðfylgjandi myndir tók Járnbrá Björg Jónsdóttir en tíðindamaður 641.is tók upp myndböndin sem skoða má hér fyrir neðan.

Vortónleikar 1

 

Vortónleikar 4

 

Vortónleikar 6

 

Vortónleikar 2

 

 

Lokaatriðið á vortónleikunum um daginn.

Posted by Hermann Aðalsteinsson on 14. maí 2015

Jón Aðalsteinn Hermansson tekur smá trommusóló á vortónleikunum í dag. 🙂

Posted by Hermann Aðalsteinsson on 9. maí 2015