Vorið lætur bíða eftir sér

0
214

Einhver bið virðist ætla að verða eftir vorinu, ef marka má veðurspána. Ef Norska langtíma veðurspáin er skoðuð er smá möguleiki á hláku um eða upp úr 15. maí.  Hitastigið verður næstu daganna í kringum frostmark en hefur sig upp fyrir frostmark á daginn. Búist er við næturfrosti flestar nætur á næstunni. Spáð er norðanátt á mánudag.

Bíll Erlings á Hlíðarenda í Báraðdal í morgun. Mynd: Erlingur Ingvarsson
Bíll Erlings á Hlíðarenda í Bárðardal í morgun. Mynd: Erlingur Ingvarsson.

 

Talsvert snjóaði í nótt víða í sýslunni, m.a. í Bárðardal og bætti því enn á þann snjó sem fyrir var.

Erlingur Ingvarsson bóndi á Sandhaugum/Hlíðarenda tók þessa mynd í morgun á símann sinn á Hlíðarenda hlaðinu.

Eins og sjá má er talsverður snjór á Hlíðarenda eins og víðast hvar í sýslunni.

Norska langtímaspáin.
Norska langtímaspáin.