Vorgleði Þingeyjarskóla – Emil í Kattholti

0
473
Vorgleði grunn og tólistardeildar Þingeyjarskóla var haldin að Ýdölum í gærkvöld og heppnaðist hún vel. Nemendur 1-2. bekkjar sungu “Tunglið, tunglið taktu mig” og nemendur af miðstigi léku valda kafla úr Emil í Kattholti.
Að lokinni sýningu var boðið upp á kaffiveitingar og hin nýstofnaða hljómsveit Atlantis, sem skipuð er nemendum af efsta stigi Þingeyjarskóla, spilaði í fyrsta skipti opinberlega undir dansi gesta.
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Vorgleðinni.
Nemendur 1-2. bekkjar
Emil með súpuskálina fasta á hausnum
Nemendur miðstigs
Hljómsveitin Atlantis