Vorfagnaður Hreims framundan

0
68

Þrátt fyrir hret og ófærð hafa karlakórsmenn æft stíft að undanförnu en framundan er vorfagnaður Hreims sem boðar ákveðna vorkomu. Skemmtunin fer fram 29. mars næstkomandi og venju samkvæmt í Ýdölum í Aðaldal.

Karlakórinn Hreimur
Karlakórinn Hreimur

Gestasöngvarar og listamenn eru mörgum kunnir en það eru þau hjónin Lára Sóley Jóhannsdóttir og Hjalti Jónsson. Árni Jónsson er veislustjóri og munu hagyrðingarnir Friðrik Steingrímsson, Björn Ingólfsson og Hjálmar Freysteinsson munu henda fram stökum milli atriða.

Hið rómaða kaffihlaðborð hreimskvenna er á sínum stað. Stjórnandi kórsins er Steinþór Þráinsson og undirleikari er Steinunn Halldórsdóttir.