vor og sumarvinna

0
143

Undanfarna daga,  í þessu dásamlega veðri, eru vorverkin alveg í hámarki. Bændur keppast við, vinna nótt sem nýtan dag, því það er margt sem kallar. Flagavinna er mjög áberandi núna, sem dæmi má nefna að búið er að plægja um 30 he á Lækjamóti og um 35 he í Fremstafelli í þessi flög verður svo sáð grasfræi, ríggresi, höfrum og repju. Áburður þarf að komast á þau tún sem eru í lagi. Þá hamast menn við að gera við girðingar, þær eru illa farnar eftir veturinn, frestur sem landeigendur  hafa til að ljúka viðhaldi rennur út 20. júní.

séð yfir flögin á Lækjarmóti
séð yfir flögin á Lækjamóti og í Fremstafelli.

 

 

 

 

 

 

Hótelin á svæðinu, heimagistingar, tjaldstæði og söfn hafa tekið til starfa,  og ferðafólk er duglegt að koma í heimsókn. Krakkarnir í unglingavinnunni eru farin að vinna við garðslátt og eiga sennilega eftir að tína rusl og fegra umhverfið.  Atvinnuástand ungs fólks er óvenjugott á svæðinu. Ekki má gleyma að  ísvélarnar eru komnar í gang í Dalakofanum, Goðafossveitingum og í Skógarsjoppunni í Vaglaskógi. Sundlaugarnar eru opnar lengur og íþróttæfingar að hefjast. Kaffihúsið í Skógum opnar á morgun.

Fífillinn er ekki illgresi. Blómunum má velta uppúr orlýdegi og steikja á pönnu, einnig er fíflahunang mjög gott.
Fífillinn er ekki illgresi. Blómunum má velta uppúr orlýdegi og steikja á pönnu, einnig er fíflahunang mjög gott.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það má með sanni segja að sveitirnar iða af lífi og nóg er að gera. Það verður allt svo miklu líflegra og skemmtilegra þegar skólafólkið kemur heim á vorin og setur svip á sveitina sína.

 

.