Völsungur kominn upp í 2. deild að nýju

0
93

Völsungur á Húsavík tryggði sér sæti í 2. deildinni að nýju í dag þegar þeir sigruðu Berserki sannfærandi 7-1 í Fossvoginum. Jóhann Þórhallsson fór fyrir gestunum í markaskoruninni en hann skoraði fjögur mörk.

Völsungur

Aðrir markaskorarar Völsungs voru Elvar Baldvinsson, Aðalsteinn Jóhann Friðriksson og afmælisdrengurinn og fyrirliðinn Bjarki Baldvinsson. Völsungar höfnuðu því í öðru sæti 3. deildar 9 stigum á eftir Magna á Grenivík.

Sjá nánar á 640.is