Völsungur fyrsta liðið til að vinna Magna

0
148

Völsungur hafði betur gegn Magna í nágrannaslag í 3. deildinni á Grenivíkurvelli í gærkvöld. Leikur fór 1-0 fyrir Völsungum og var þetta jafnframt fyrsti tapleikur toppliðs Magna á tímabilinu. Frá þessu segir á 640.is

Arnþór Hermannsson
Arnþór Hermannsson
Það var Arnþór Hermannsson sem skoraði eina mark leiksins eftir rúman klukkustundar leik. Fimm mínútum eftir markið misstu heimamenn Kristján Sigurólason af velli með rautt spjald.
Í frétt Fótbolta.net segir að sigur Völsungs styrkir stöðu liðsins í baráttunni um 2. sætið, en Magni hefur tryggt sér sigur í deildinni. Völsungur er nú einungis stigi frá Reyni Sandgerði sem vermir 2. sætið, en bæði lið hafa spilað 15 leiki og eiga þrjá eftir. (fotbolti.net)