Vöktunarþjónustan Vakta.is – Eftirlit með fasteignum

0
106

Vöktunarþjónustan Vakta.is, sem býður upp á eftirlit með fasteignum, hóf starfsemi í vor. Starfsemin felst í eftirliti með fasteignum svo sem sumarhúsum, íbúðarhúsum og atvinnuhúsnæði sem er sniðið að þörfum viðskiptavina. Á heimasíðu Vakta.is segir á í mörgum tilfellum sé hægt að koma í veg fyrir eða takmarka skaða með því að halda uppi reglulegu eftirliti.

vakta.is

Dæmi um þjónustusamning er að Vakta.is og viðskiptavinur gera með sér samkomulag um að Vakta.is heimsækir hús reglulega á ákveðnu tímabili, td. vetrarmánuðina. Þar er farið yfir það helsta sem viðskiptavinur óskar eftir.

Það er að mörgu að huga fyrir sumarhúsaeigendur. Reglulegar heimsóknir í tóm sumarhús geta oft komið í veg fyrir að tjón magnist frá því að vera td. brotin rúða yfir í að vera ónýt gólf, innbú og veggir.

Það er Ingólfur Pétursson frá Fellshlíð í Reykjadal, sem á og rekur vakta.is. Ásamt því að reka vöktunarþjónustu fyrir fasteignir vinnur Ingólfur hjá Þingeyjarsveit sem umsjónarmaður fasteigna. (Fréttatilkynning)

Vakta.is  Vakta.is á Facebook