Vinátta í verki – Þingeyingar ekki lengur á gráu svæði

0
392

Landssöfnunin Vinátta í verki sem hófst mánudaginn 19. júní þegar fréttist af hamförum á Grænlandi, gengur vel og hafa vel flest sveitarfélög í landinu lagt sitt af mörkum í söfnunina.

Í síðustu viku skoraði 641.is á sveitarfélög í Þingeyjarsýslunum báðum að taka þátt í söfnuninni þar sem Íslandskort söfnunarinnar sýndi stórt grátt svæði sem náði að mestu leiti yfir báðar Þingeyjarsýslur, en sveitarfélög sem voru búin að taka þátt í söfnuninni voru lituð með rauðum lit.

Nú viku síðar hafa fjögur stærstu sveitarfélögin í Þingeyjarsýslu ákveðið að taka þátt í söfnuninni og má því segja að Þingeyingar séu ekki lengur á gráu svæði hvað það varðar.

Vel gert, Norðurþing, Þingeyjarsveit, Skútustaðahreppur og Langanesbyggð.