Viltu keppa í starfsíþróttum á landsmóti?

0
83

Landsmót UMFÍ, þetta gamla góða sem búið er að halda í hundrað ár og meira, verður haldið einu sinni enn í sumar, á Selfossi dagana 4. – 7. júlí. Héraðssamband Þingeyinga stefnir á mótið með öflugt lið til keppni.

LM_Selfossi_2013 (1)

Eitt af því sem einkennir þessi mót eru starfsíþróttirnar. Á Selfossi verður keppt í pönnukökubakstri, lagt á borð, jurtagreiningu, hestadómum, gróðursetningu, dráttarvélaakstri, stafsetningu og starfshlaupi. Nú leitar HSÞ að keppendum í þessar greinar. Til eru reglugerðir um allar þessar greinar sem keppt er eftir. Þær er hægt að fá, ásamt nánari upplýsingum á skrifstofu HSÞ, hsth@hsth.is, s. 896-3107 eða hjá Halldóru, hgun@simnet.is, s. 892-8202.

 

Ponnukokupanna

Landsmótin eru stórskemmtileg og Þingeyingar ætla að skemmta sér konunglega. Viltu slást í hópinn og taka þátt í skemmtilegri keppni?

 

Alls er keppt í 25 íþróttagreinum á landsmótinu á Selfossi, svo ef þig langar að keppa í einhverju öðru, endilega hafðu samband!