Viðvörun vegna norðanhvassviðris eða -storms um jólahátíðina

0
49

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vill vekja athygli á slæmri  veðurspá frá Veðurstofu Íslands um jólahátíðina.  Spáð er norðan hvassviðri eða stormi (vindhraða 15-23 m/s) víða um land á aðfangadag, jóladag og fram á annan í jólum. Veðrinu fylgir talsverð snjókoma og skafrenningur N- og A-lands og því hætt við að færð spillist á þeim slóðum.

Almannavarnir

Á morgun, Þorláksmessu, gengur í norðaustanstorm með slyddu, en síðar snjókomu á Vestfjörðum og Ströndum.  Lögreglan á Vestfjörðum bendir á að gangi veðurspá eftir geti færð spillst mjög hratt.

Fólk er beðið um að vera ekki á ferðinni að nauðsynjalausu á meðan veðrið gengur yfir.  Þeim sem þurfa að vera á ferðinni er bent á að fylgjast vel með veðurspá, veðurathugunum og færð á vegum.

Þessu veðri, ef það gengur eftir, mun fylgja ófærð og hætta á snjóflóðum þar sem þau geta orðið.

Nánari upplýsingar er að finna á www.vedur.is og www.vegagerdin.is