Viðvarandi fólksfækkun í Þingeyjarsýslu – Fjölgun í Langanesbyggð

0
312

Í gær gaf Hagstofa Íslands út mannfjöldatölur á Íslandi og miðað við þær voru landsmenn 325.671 og hafði fjölgað um 3.814 frá sama tíma árið 2013. Þetta jafngildir fjölgun landsmanna um 1,2%. Konum og körlum fjölgaði sambærilega á árinu og voru karlar 1.065 fleiri en konur 1. janúar 2014. Ef mannfjöldatölur fyrir Þingeyjarsýslu eru skoðaðar kemur í ljós að viðvarandi fólksfækkun hefur verið í flestum sveitarfélögunum í sýslunni undanfarin ár, nema í Langanesbyggð.

Þingeyjarsveit mannfjöldi
Þingeyjarsveit mannfjöldi sl. ár. skjáskot af vef Hagstofunnar.

Íbúar í Þingeyjarsveit voru 917 þann 1. janúar sl. og fjölgaði um þrjá frá fyrra ári. Ef mannfjöldatölur undangenginna ára eru hinsvegar skoðaðar sést að viðvarandi fólkfækkun hefur átt sér stað í Þingeyjarsveit. Árið 2009 þegar Aðaldælahreppur sameinaðist Þingeyjarsveit, bjuggu td. 948 manns í Þingeyjarsveit en hefur farið stöðugt fækkandi síðan þá. Undantekning er þó í ár, þar sem íbúum fjölgaði um þrjá, eins og áður segir.

 

Mannfjöldi í Skútustaðahreppi. Skjáskot af vef Hagstofunnar.
Mannfjöldi í Skútustaðahreppi. Skjáskot af vef Hagstofunnar.

Fólki hefur fækkað hratt í Skútustaðahreppi undanfarin ár, en 1. janúar sl. bjuggu þar 371 og hafa Mývetningar aldrei verið færri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar bjuggu 466 íbúar í Skútustaðahreppi árið 1998.

Mannfjöldi í Norðurþingi. skjáskot af vef Hagstofunnar.
Mannfjöldi í Norðurþingi. skjáskot af vef Hagstofunnar.

 

2.822 íbúar bjuggu í Norðurþingi 1. janúars sl. og hafa íbúar þar aldrei verið færri frá árinu 2007, þegar sveitarfélagið Norðurþing var stofnað, en þá bjuggu 3.011 manns í Norðurþingi. Íbúaþróun í Norðurþingi hefur verið á niðurleið síðan árið 2007.

Mannfjöldi í Langanesbyggð. Skjá skot af vef Hagstofunnar.
Mannfjöldi í Langanesbyggð. Skjá skot af vef Hagstofunnar.

Fólki fjölgar hinsvegar í Langanesbyggð frá sl. ári en þann 1. janúar sl. bjuggu 531 þar. Fólksfjölgun hefur verið viðvarandi í Langanesbyggð undanfarin ár og hefur íbúum þar fjölgað stöðugt síðan árið 2009.

Fólki fækkaði í Grýtubakkahreppi miðað við sl. ári en mannfjöldinn þar var 353 1. janúar sl. Mannfjöldi í Grýtubakkahreppi hefur rokkað nokkuð undanfarin ár en sl. þrjú ár hefur fólki fjölgað nokkuð í Grýtubakkahreppi ef undan er skilið sl. ár.

Íbúafjöldi í Tjörneshreppi hefur staðaði í stað í þrjú ár, en 55 íbúar eru skráðir til heimilis í Tjörneshreppi.

Í Svalbarðsstrandarhreppi búa nú 387 íbúar og hefur fækkað nokkuð frá fyrra ári. Fólki hefur reyndar fjölgað þar felst undangengin ár, með fáum undantekningum.

Fólki fækkar í Svalbarðshreppi og í dag búa þar 90 manns. 120 manns bjuggu þar árið 1998 og hefur þeim fækkað stöðugt síðan þá.

Ef mannfjöldatölur fyrir byggðakjarnanna Reykjahlíð og Laugar eru skoðaðar sést að íbúafjöldinn á Laugum stendur að í stað frá sl. ári en þar búa nú 111 manns. Íbúum þar hefur heldur fækkað undangengin ár, en 118 íbúar bjuggu á Laugum árið 2012.

Mannfjöldi á Laugum. Skjáskot af vef Hagstofunnar.
Mannfjöldi á Laugum. Skjáskot af vef Hagstofunnar.

Fólki fækkar mikið í Reykjahlíð á milli ára, en 1. janúar sl. bjuggu þar 141 en árið áður bjuggu þar 153.

Reykjahlíð Mannfjöldi. skjáskot af vef Hagstofunnar.
Reykjahlíð Mannfjöldi. skjáskot af vef Hagstofunnar.

Á vef Hagstofunnar er hægt að skoða mannfjöldaupplýsingar í öllum sveitarfélögum sl. ár, auk ýmissa annarra fróðlegra upplýsinga.

Hagstofan.is