Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs hefur í mörg horn að líta þessa dagana vegna jarðhræringa í Bárðarbungu. Því hefur verið ákveðið að hætta við dagskrá sem vera átti í Gljúfrastofu á Safnakvöldi þann 22. ágúst.

Þar átti að fjalla um hlutverk Ásbyrgis sem menningarstaðar.