Vestur-Íslendingur af Þingeyskum uppruna gengdi stöðu ríkisstjóra Kalíforníu tímabundið í vikunni

0
147

Vestur-Íslendingurinn, Thomas A. Torlakson, kallaður Tom Torlakson, gegndi stöðu ríkisstjóra Kaliforníu í Bandaríkjunum tímabundið í vikunni, á meðan að Jerry Brown ríkisstjóri Kalíforníu, tók þátt í landsfundi demókrata í Fíladelfíu. Stjórnarskrá Kaliforníu kveður á um að ríkisstjórinn missi völd sín um leið og hann fer út fyrir ríkismörkin og því þarf hann að fela öðrum völd sín á meðan. Næstu sjö í röðinni að ríkisstjórastöðunni héldu einnig til landsfundarins og því var röðin komin að Tom sem hæst setta kjörna embættismanninum sem staddur var í ríkinu. DV.is segir frá þessu.

Tom Torlákson
Tom Torlákson

Tom fæddist í San Francisco í júlí 1949 og er afkomandi Þorláks Gunnars Jónssonar, sem fæddur var 24 ágúst 1824 á Kolfreyjustöðum en hann lést í Kanada árið 1916. Hann fór til Vesturheims árið 1873 frá Sigurðarstöðum, í gamla Ljósavatnshreppi. Sonur hans var Níels Steingrímur Þorláksson sem var fyrsti íslenskri presturinn í Minnesótafylki en flutti fimm árum síðar til Dakótafylkis. Þar var hann prestur til ársins 1900. Hann flutti síðar í Íslendingabyggðina Selkirk og starfaði þar til dauðadags en hann lést árið 1943.

Afkomendur þessa fólks eru fjölmargir en ætla má að enginn Thorlákson hafi gegnt jafn ábyrgðarfullu embætti vestan hafs og Tom Thorlaksson gerði nú í vikunni. Nánar um Tom Thorláksson

Sjá nánar á DV.is