Verndum Þau ! Námskeið

0
145

Verndum Þau ! námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að uppeldi barna og ungmenna. Farið verður yfir hvernig bregðast eigi við vanrækslu og/eða ofbeldi gegn börnum og unglingum. Námskeiðið er byggt á bókinni Verndum þau.

 

 

 

 

 

 

Á námskeiðinu er farið yfir:
 Tilkynningaskyldu starfsmanna sem vinna með börnum og unglingum.
 Líkamlegt, andlegt og kynferðislegt ofbeldi og vanrækslu hvers konar.
 Úrræði sem í boði eru í samfélaginu fyrir börn og unglinga sem eru þolendur ofbeldis.

 
Næstu námskeið verða haldin 27. nóvember kl. 17.30 – 20.30 í Menntasetrinu á Þórshöfn og 28. nóvember kl. 17.30 – 20.30 á Grænatorginu, Húsavík. Skráning og upplýsingar eru í síma 896 – 3107 eða hjá hsth@hsth.is

Skráningafrestur rennur út 23. nóvember kl. 16.00. Náist ekki 10 manna skráning fellur námskeiðið niður.
Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu.