Verkfallsdagar aðildarfélaga SGS

0
155

Félagsmenn í Framsýn-stéttarfélagi munu fá kjörgögn í hendur um boðun verkfalls frá félaginu í byrjun næstu viku og stendur rafræn atkvæðagreiðsla yfir til miðnættis 20. apríl.

Framsýn stórt

 

Á vef Framsýnar-stéttarfélags kemur fram hvaða dagar eru undir í verkfallinu verði verkfallsaðgerðir samþykktar í atkvæðagreiðslunni. 

 

 

 

 

Verkfallsaðgerðir aðildarfélaga Starfsgreinasambands Íslands:

30. apríl 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá kl. 12:00 á hádegi til miðnættis sama dag.
6. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis.
7. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis.
19. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis.
20. maí 2015: Allsherjar vinnustöðvun frá miðnætti til miðnættis.
26. maí 2015: Ótímabundin vinnustöðvun hefst á miðnætti aðfaranótt 26. maí 2015.