Verkfallsboðun samþykkt – 96% félagsmanna klárir í átök

0
73

Klukkan 24:00 í gærkvöldi lauk atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á vegum aðildarfélaga Starfsgreinasambands þar á meðal Framsýnar. Á vef Framsýnar-stéttarfélags segir að “óhætt sé að segja að útkoman sé glæsileg þar sem um 96% félagsmanna Framsýnar samþykkti verkfallsboðunina varðandi þá tvo kjarasamninga sem atkvæðagreiðslan náði til”.

Framsýn stórt

 

 

 

 

 

Atkvæðagreiðslan var rafræn en Framsýn hefur ekki áður verið með rafræna atkvæðagreiðslu um boðun verkfalls.

 

Niðurstöðurnar eru eftirfarandi:

Almenni kjarasamningurinn/SGS og SA

Á kjörskrá 392
Kjörsókn 231 eða 58,93%
Já 222 eða 96,10%
Nei 7 eða 3,03%
Auðir 0,87%

Kjarasamningur starfsmanna í ferðaþjónustu/SGS og SA

Á kjörskrá 117
Kjörsókn 47 eða 40,17%
Já 45 eða 95,74%
Nei 2 eða 4,26%
Auður 0 eða 0%

Framsýn.is