Verkfall framhaldsskólakennara hófst í morgun

0
161

Vegna kennaraverkfalls verður engin kennsla í Framhaldsskólanum á Laugum fyrr en verkfall leysist. Nemendur geta skráð sig úr heimavist og mötuneyti hjá ritara skólans í síma 4646300 eða netfang: kristjana@laugar.is

Laugar logo

 

Heimavistum verður lokað föstudaginn 21. mars kl. 13.00 ef verkfall leysist ekki fyrir þann tíma. Skólinn hvetur alla sína nemendur að læra vel í kennaraverkfallinu. Þetta kemur fram á heimasíðu Framhaldsskólans á Laugum.

 

 

Á heimasíðu Framhaldsskólans á Húsavík eru eftirfarandi upplýsingum til nemenda og forráðamanna þeirra kynntar.

FSH

Skólinn er opinn komi til verkfalls. Skólameistari fer ekki í verkfall og verður á staðnum ásamt húsverði, fjármálastjóra, ritara og bókasafnsfræðingi.

 

 

Skólameistari hvetur nemendur til að halda sínu striki eins og mögulegt er í verkfallinu.