Verkefnisstjórar vegna mótvægisaðgerða og ljósleiðaravæðingar Þingeyjarsveitar

0
72

Á 172. fundi sveitarstjórnar Þingeyjarsveitar sem haldinn var sl. fimmtudag, var samþykkt að ráðinn verði verkefnisstjóri mótvægisaðgerða vegna skipulagsbreytinga á starfsemi Þingeyjarskóla með höfuðáherslu á framtíðarnotkun skólahúsnæðis Litlulaugaskóla í Reykjadal. Starfshlutfall verkefnisstjórans verður 50% og verkefnatíminn frá og með 15. júlí n.k. og út árið 2015.

Þingeyjarsveit stærra

Á þessum sama sveitarstjórnarfundi var skipan í stýrihóp vegna ljósleiðaravæðingar Þingeyjarsveitar samþykkt. Stýrihópinn skipa Árni Pétur Hilmarsson og Eiður Jónsson , fulltrúar A-lista og Ari Teitsson, fulltrúi T- lista.

 

Þá var á fundinum lagt fram erindisbréf verkefnisstjóra vegna undirbúnings við lagningu ljósleiðara. Við verklok þann 1. september n.k. er verkefnisstjóra ætlað að skila fullbúnum gögnum og upplýsingum sem nota skal við útboðsvinnu vegna fyrirhugaðrar ljósleiðaravæðingar í sveitarfélaginu.

Sjá fundargerð 172. fundar hér