Vel heppnuð Bændagleði í Kiðagili

0
428

Búnaðarsamband Suður Þingeyinga bauð til bændagleði í Kiðagili í Bárðardal í gærkvöld. Gleðin hófst kl. 20:30  og var hún vel sótt. Bændur úr öllum sveitum Suður-Þingeyjarsýslu sóttu skemmtunina.  Hinir stórskemmtilegu og bráðgáfuðu „hálfvitar“ Oddur Bjarni Þorkelsson og Sævar Sigurgeirsson skemmtu gestum af sinni alkunnu snilld.

Bárðdælingarnir Tryggvi Pálsson Víðikeri, Ragnar Hallsson, Arndísarstöðum og Garðar Jónsson Stóruvöllum.
Bárðdælingarnir Tryggvi Pálsson Víðikeri, Ragnar Hallsson, Arndísarstöðum og Garðar Jónsson Stóruvöllum.

Gestir nutu léttra veitinga sem voru í umsjá Kvenfélagsins Hildar í Bárðardal, auk drykkja í boði Bústólpa, Norðlenska, MS og BSSÞ. Að lokinni dagskrá spilaði Einar Höllu trúbador fyrir gesti. Meðfylgjandi myndir voru teknar á Bændagleðinni í gærkvöld.

Oddur Bjarni "Hálfviti"
Oddur Bjarni “Hálfviti”
Sævar Sigurgeirsson "hálfviti"
Sævar Sigurgeirsson “hálfviti”
Aðaldælingarnir Kristján Kristjánsson Hraunkoti  og Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi
Aðaldælingarnir Kristján Kristjánsson Hraunkoti og Sæþór Gunnsteinsson Presthvammi
Mývetningarnir Gylfi Yngvason og Auður Jónsdóttir á Skútustöðum og Egill Freysteinsson og Dagbjört Bjarnadóttir í Vagnbrekku.
Mývetningarnir Gylfi Yngvason og Auður Jónsdóttir á Skútustöðum og Egill Freysteinsson og Dagbjört Bjarnadóttir í Vagnbrekku.
Systurnar Sif Jónsdóttir Laxamýri og Hildigunnur Jónsdóttir Lyngbrekku
Systurnar Sif Jónsdóttir Laxamýri og Hildigunnur Jónsdóttir Lyngbrekku
Erlingur Ingvarsson og Diljá Óladóttir Sandhaugum
Erlingur Ingvarsson og Diljá Óladóttir Sandhaugum