Vel á fjórða þúsund lítrum af mjólk var hellt niður

0
247

Nokkrir kúabændur í Mývatnssveit neyddust til þess að hella vel á fjórða þúsund lítrum af mjólk niður, vegna rafmagnsleysis á dögunum, að sögn Kristjáns Gunnarssonar mjólkureftirlitsmanns  hjá MS á Akureyri.

 

 

 

 

 

 

Erfiðlega gekk að kæla mjólkina niður vegna þess að rafmagnslaust var í marga daga í Mývatnssveit og var því ekki um annað að ræða en að hella mjólkinni niður. Ef ekki tekst að kæla mjólk niður á stuttum tíma verður hún fljótt ónýt og því ekki söluhæf. Kúabændur eru því mjög háðir rafmagni og langvarandi rafmagnsleysi er því mjög óheppilegt.

Að sögn Kristjáns eru þó góðar líkur á því að MS bæti viðkomandi kúabændum skaðann. Það kemur í ljós á næstu dögum.