Vegurinn upp á Þeistareyki opnaður. Gríðarlegt snjóstál við veginn

0
247

Vegurinn frá Þeistareykjum upp á Hólasand var opnaður í dag. 10-15 klukkutíma tók að opna veginn því moka þurfti í gegnum tvo gríðarlega stóra skafla og nokkra aðra minni.  Snjódýpt í stærsta skaflinum var um 3,5 m. Að sögn Hreins Hjartarsonar, sem tók meðfylgjandi mynd í dag, hefur ekki verið svona mikill snjór á svæðinu síðan 1999.

Stærsti skaflinn á leiðinni. Bíllinn virkar frekar smár miðað við snjóstálið. Mynd: Hreinn Hjartarson.
Stærsti skaflinn á leiðinni. Bíllinn virkar frekar smár miðað við snjóstálið. Mynd: Hreinn Hjartarson. (smella á til að skoða stærri útgáfu)

 

Þessi vegur er snjólaus um mánaðarmótin maí/júní í venjulegu árferði. Hreinn taldi, í spjalli við 641.is, að skaflinn hverfi ekki í fyrr en um miðjan júlí í ár. Hreinn sagði að skaflinn hefði verði eins og jökull, alveg grjótharður og ekkert verið farinn að linast neitt að ráði. Hann taldi líklegt að megnið af þessum snjó hefði snjóað fyrir áramót, enda snjóaði gríðarlega á norðurlandi fyrir áramót eins og enn er í fersku minni.[scroll-popup-html id=”12″]