Vegurinn í Dalsmynni enn lokaður

0
127

Vegurinn um Dalsmynni í Fnjóskadal er enn lokaður, en sl. föstudag féll stórt snjóflóð yfir veginn og alveg ofna í Fnjóská. Snjóflóðið er um 400 metra breitt og er 3-4 metrar að þykkt. Fram kemur á ruv.is að Vilhjálmur Valtýsson hafi verið nýbúinn að riðja veginn þegar flóðið féll.  Ekki er búið að moka veginn aftur og óvíst hvenær það verður gert. Gæti það jafnvel dregist í nokkra daga í viðbót.

Eins og sjá má er flóðið þykkt.
Eins og sjá má er flóðið þykkt.

Að sögn Benedikts Steinars Sveinssonar Ártúni í Höfðahverfi er þetta stærsta snjóflóð sem fallið hefur á þessum stað í að amk. einhverja áratugi.  Flóðið féll á veginn mitt á milli Skarðs og Fnjóskárbrúarinnar í Höfðahverfi.  Að sögn Benedikts er þetta þekktur snjóflóðastaður og hafa mörg snjóflóð fallið þarna áður en ekkert af þessari stærðargráðu, sem hann man eftir áður. Benedikt Steinar tók meðfylgjandi myndir af flóðinu sl. sunnudag.

023-001
Mynd tekin ofan af flóðinu.
Horft upp eftir flóðinu. Eins og sjá má er talsverður krapi og bleyta í flóðinu.
Horft upp eftir flóðinu. Eins og sjá má er talsverður krapi og bleyta í flóðinu.