Vef ljósmyndasýning opnuð í dag

0
129

Sr. Örn Friðriksson, fyrrverandi prestur Mývetninga og prófastur Þingeyinga, afhenti Ljósmyndasafni Þingeyinga hluta af ljósmyndasafni sínu nýverið. Í safninu eru rúmlega 1.000 myndir, bæði á pappír og á filmum. Í dag 13.febrúar, verður opnuð ljósmyndasýning á vef Menningarmiðstöðvar Þingeyinga með úrvali mynda úr safninu.

vef ljósmyndasýning

Flestar myndirnar eru teknar á Húsavík á tímabilinu1940-1954 en einnig eru nokkrar myndir frá öðrum svæðum í Þingeyjarsýslu. Þrátt fyrir að hafa ekki numið ljósmyndun þá bera myndir hans vott um næmt auga fyrir því myndræna í hversdagslegum aðstæðum sem ekki allir koma auga á.

Sýningin er aðgengileg á vef Menningarmiðstöðvar Þingeyinga www.husmus.is