Veðurstofan varar við stórhríð á morgun og miðvikudag

0
164

Veðurspáin er svohljóðandi fyrir morgundaginn: Norðaustan og síðan norðan rok (23 til 30 m/s) með talsverðri eða mikilli snjókomu eða skafrenningi, einkum við utanverðan Eyjafjörð og á Öxnadalsheiði. Mun hægari vindur austast á spásvæðinu þar til seint á þriðjudag. Búast má við víðtækum samgöngutruflunum og tjóni og/eða slysum ef aðgát er ekki höfð og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Búast má við hækkandi sjávarstöðu vegna áhlaðanda og líkur á að smábátar geta laskast eða losnað frá bryggju. Fólk er beðið um að fylgjast vel með veðurspám.

Mögulegar lokanir á vegum 10. – 12. desember

Miðað við veðurspá gæti þurft að loka einhverjum vegum á meðan veðrið sem spáð er gengur yfir. Þeir vegir á norðurlandi sem mestar líkur eru á að þurfi að loka eru í töflunni hér að neðan. Frá þessu segir á vef vegagerðarinnar í dag. Ef veðurspá breytist – eða aðrar aðstæður – verður tekið mið af því. Reynt verður eftir megni að halda aðalleiðum opnum.

Líklega á að standa þarna Fljótsheiði (ekki Fljótshérað)