Veðurspá veðurklúbbsins á Dalbæ fyrir júlí

0
77

Veðurklúbburinn á Dalbæ kom saman til fundar í dag. Farið var lauslega yfir spá fyrir síðasta mánuð og talið ótvírætt að draumum eins klúbbfélagans um kindur hafi verið fyrir því þegar snjóaði í fjöll. Í aðalatriðum voru spámenn sáttir við hversu vel síðasta spá hafi gengið eftir. Mættir voru 9 klúbbfélagr sem byrjuðu á því að kynna sér tunglkomu mánaðarins.

Í Aðaldalshrauni
Í Aðaldalshrauni

Tungl kviknar mánudaginn 8. júlí n.k. kl. 7:14 í austri. Vænta má að N og NV- áttir verði óþarflega ríkjandi fram að þeim tíma, en upp úr tunglkomu megi einkum búast við S og SV- áttum með hlýindum.

Til viðbótar við veðurhorfur telja spámenn að fiskirí muni glæðast til muna í júlí og að berjasprétta verði með afbrigðum góð þegar líður á sumarið.

Vikudagur.is á Akureyri segir frá.