Veðurklúbburinn á Dalvík bjartsýnn á veðrið í sumar

0
251

Fundur var haldinn í Veðurklúbbi Dalbæjar i fyrradag. Fundarmenn voru mjög ánægðir með hvernig til tókst með veðurspá síðasta mánaðar. Tungl kviknar 10. apríl n.k. í SA kl. 09:35 og er það fyrsta sumartungl.  Áttir verða því að mestu suð – og austlægar, segir í tilkynningu frá klúbbnum. Frá þessu er sagt á Vikudagur.is

Í Aðaldalshrauni
Í Aðaldalshrauni

Einn veðurspámaður gerir ráð fyrir hlýindakafla eftir 10. apríl,  sem minni verulega á sumarið hvað hitasig snertir.

Meðlimir Veðurklúbbsins á Dalbæ er almennt bjartsýnir á veðurfar sumarsins.