Veðurklúbburinn á Dalbæ – Milt veður í nóvember

0
218

Þriðjudaginn 1. nóvember 2016 komu félagar í Veðurklúbbnum á Dalbæ saman til fundar. Hófst hann kl. 14:00 og voru fundarmenn alls 14 talsins. Hvað varðar veðurhorfur á næstunni, segir í tilkynningu frá Veðurklúbbnum, er að tungl kviknaði 30. okt. í SV kl. 17:38. Þetta tungl er ráðandi fyrir veður í nóvembermánuði og boðar milt veður í mánuðinum. Nokkuð vindasamt verður og úrkoma talsverð. Mest rigning en slær þá í slyddu af og til. Áttir verða breytilegar.

Í Aðaldalshrauni
Í Aðaldalshrauni

Rætt var um veðurhorfur fram að jólum og jafnvel fram á nýtt ár. Beðið er með frekari upplýsingar um það að sinni.

Áður en fundi lauk tæpum hálftíma síðar var farið yfir sannleiksgildi veðurspár fyrir októbermánuð og voru félagar að vonum ánægðir með hversu vel hefði til tekist.

Veðurvísa október og nóvember mánaðar.

Í október hest skólinn,
að bjóða börnum heim.
Í nóvember er náttlangt,
í norðurljósageym.