Veðurklúbburinn á Dalbæ birtir febrúarspána

0
85

Tíð verður rysjótt í febrúar.  Það telja spámenn í Veðurklúbbnum á Dalbæ í Dalvíkurbyggð. Klúbbfélagar eru nokkuð vissir um að tveir snjóhvellir verði í þessum mánuði og mun sá síðari vera sýnu harðar en sá fyrr. Frá þessu er sagt á vef Vikudags.

Í Aðaldalshrauni
Í Aðaldalshrauni

Spá sína byggja spámenn m.a. á draumi eins félaganna en hann dreymdi eina nóttina að hann var staddur í fjárhúsi og horði yfir króna þar sem hann sá bíldóttar ær og tvö lömb í sama lit.  En einnig að tungl mun kvikna í austri 10. febrúar kl. 7.20 og er það sunnudagstungl. Draumurinn, sem og sunnudagstunglið telja klúbbfélagar  helsta fyrirboða rysjóttar tíðar í komandi febrúarmánuði.  Að öðru leyti eru félagsmenn nokkuð bjartsýnir á það sem eftir lifir vetrar.

 

 

Engin spá var gefin út fyrir janúarmánuð og segja félagar að óviðráðanlegir tækiörðugleikar hafi orðið þess valdandi, „tæknin er alltaf að stríða okkur,“ segja þeir.