Vaxtalækkun hjá Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Lækka útlánavexti um 30 vaxtapunkta

0
221

Seðlabanki Íslands lækkaði stýrivexti sína 28. ágúst sl. um 25 vaxtapunkta (0,25 prósentustig). Í framhaldi af því gerðu bankar og sparisjóðir breytingar á vaxtakjörum til samræmis við breytingar stýrivaxta, þó að teknu tilliti til breyttra markaðsaðstæðna. Sú breyting var gerð hjá sparisjóðunum 21. september s.l.,sbr. eftirfarandi töflu.

Á liðnu vori voru gerðar breytingar á lögum um innistæðutryggingar og tryggingarkerfi fyrir fjárfesta sem lækkuðu gjöld banka og sparisjóða til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta verulega. Í framhaldi af þessari lækkun gjalda hefur Sparisjóður Suður-Þingeyinga lækkað vexti allra útlána sinna um 30 vaxtapunkta (0,3 prósentustig). Sú breyting tók gildi 1.október sl. og er óháð fyrri og síðari vaxtabreytingum Seðlabanka Íslands.

Eftirfarandi tafla sýnir áhrif þeirra vaxtalækkana og helstu útlánavexti sparisjóðsins að loknum báðum ofangreindum breytingum.

Vextir hafa verið að lækka á árinu og vonar sparisjóðurinn að þessar viðbótarlækkanir komi sér vel fyrir viðskiptavini og treysti enn frekar viðskiptasambandið.