Vaskur hópur á MÍ 11 – 14 ára í frjálsum

0
174

Vaskur hópur frjálsíþróttafólks frá HSÞ á aldrinum 11 – 14 ára tók þátt í Meistaramóti Íslands í þessum aldursflokkum sem fram fór í Laugardalshöll síðustu helgina í febrúar. Ellefu krakkar voru í hópnum og komu þau víðsvegar að úr Þingeyjarsýslu.

Á myndinni er silfursveitin ásamt Bróa þjálfara. Mynd: Birna Björnsdóttir
Á myndinni er silfursveitin ásamt Bróa þjálfara.
Mynd: Birna Björnsdóttir

Þau stóðu sig öll með prýði og hæst ber silfur í 4 x 200m hlaupi 14 ára stelpna. Í sveitinni voru þær Arnhildur, Hafdís Dröfn, Hulda Ösp og Dagný.

Einnig varð Hafdís Dröfn í öðru sæti í 800 m hlaupi 14 ára stúlkna. Sprettharðar hlaupastelpur þar á ferð.

 

Nánari úrslit má sjá hér.

 

Í hópnum voru Arnhildur Ingvarsdóttir, Atli Barkarson, Benóný Arnórsson, Dagný Ríkharðsdóttir, Eyþór Kári Ingólfsson, Freyja Sól Kristinsdóttir, Hafdís Dröfn Einarsdóttir, Hulda Ösp Ágústdóttir, Óskar Ásgeirsson, Unnar Þór Hlynsson og Önundur Kristjánsson.

 

HSÞ