Varist símtöl frá erlendum númerum

0
316

Mikið hefur verið um það síðustu daga að óprúttnir aðilar hringi í íbúa hér á svæðinu úr erlendum símanúmerum og reyna að fá aðgang að tölvunum ykkar. Þar komast þeir í gögn sem veita aðgang að bankanúmerum, kortanúmerum eða öðrum upplýsingum. Þeir segja að það sé kominn vírus í tölvuna og bjóðast til að laga það.

Ef einhver hringir úr erlendu númeri og vill biðja ykkur um að gera eitthvað í tölvunni þá er verið að reyna að ná af ykkur peningum, ekki svara eða leggið strax á viðkomandi.

Vírusvarnir í tölvunum skynja þetta ekki og því mikilvægt að gefa þeim ekki aðgang.

Vinsamlegast látið ykkar nánustu vita af þessu.