Varar við snjóflóðahættu

0
105

Lögreglustjórinn á Húsavík biður vegfarendur að gæta varúðar, einkum við Ljósavatnsskarð og í Dalsmynni. Talið er líklegt skapast hafi hætta á snjóflóðum úr fjöllum á þessum slóðum. Gera má ráð fyrir að snjóflóðahættan verði viðvarandi í dag og á morgun, hið minnsta. (ruv.is)

Mynd: Arnór Erlingsson
Snjóflóð í Dalsmynni frá því fyrr í vetur. Mynd: Arnór Erlingsson