Vantar aukaleikara úr Mývatnssveit

0
89

Kvikmyndafyrirtækið Pegasus þarf að útvega hátt í 70 íslenska aukaleikara fyrir tökur á sjónvarsþáttunum Game of Thrones sem fara fram í Mývantssveit í næsta mánuði. Rúv.is greinir frá þessu í dag.

Snorri Þórisson hjá Pegasus segir að fyrirtækið sé með nokkuð af aukaleikurum á lista hjá sér en líklega þurfi að fá einhverja heimamenn til að leika í þáttunum. Ástæðan er ekki síst sú að það vantar gistirými við Mývatn og það kæmi sér vel að leikararnir gætu einfaldlega sofið heima hjá sér.

Snorri sagðist, í viðtali við 641.is, vera að leita að karlmönnum sem væru vel hærðir og helst með skegg. Einnig vantar konur til að leika í tökunum og börn, allt niður í 10 ára aldur.

Áhugasamir Mývetningar, sem og aðrir Þingeyingar, eru hvattir til að senda mynd af sér ásamt nafni og símanúmeri, á netfangið casting@pegasus.is 

Game of Thrones þættirnir hafa notið ákaflega mikilla vinsælda og þetta er í annað sinn  sem hluti þeirra er tekinn upp hér á landi.