Valgerður þakkar fyrir traustið

0
74

Ég þakka kærlega það traust sem mér er sýnt með kjöri í 2. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna í Norðausturkjördæmi, meðframbjóðendur, kjósendur og allir sem unnu að þessari glæsilega kjörsókn og afar góðu þátttöku” sagði Valgerður Gunnarsdóttir á Facebooksíðu sinni í nótt þegar úrslit lágu fyrir í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í norðausturkjördæmi.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

Valgerður fékk 1291 atkvæði í 2. sætið, en Kristján Þór Júlíusson hlaut örugga kosningu í 1. sætið með 2223 atkvæði.

Samkvæmt könnunum er Sjálfstæðisflokknum spáð þremur mönnum í norðausturkjördæmi og því miklar líkur á því að Valgerður Gunnarsdóttir sé að leið inn á þing.

Þingeyjarsveitungar eru því að eignast sinn fyrsta þingmann.