Valgerður – Óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu

0
64

641.is náði tali af Valgerði Gunnarsdóttur þingmanni Sjálfstæðisflokks og norðausturkjördæmis nú síðdegis og spurði hana út í hennar sýn á stjórnarsamstarfið.

Valgerður Gunnarsdóttir
Valgerður Gunnarsdóttir

 

“Ég tel afskaplega mikilvægt að það hafi náðst að halda áfram þessu stjórnarsamstarfi. Það er verið að vinna að mikilvægum málum sem skiptir öllu að við náum að klára, sem eru til farsældar fyrir land og þjóð. Ég tel að það hefði verið óábyrgt að fara í kosningar á þessari stundu”.